Ylur dúnúlpa
49.995 kr.
Hlýr og léttur dúnjakki. Fylltur með 800 fillpower RDS-vottaðari gæsa dúnfyllingu. Ylur getur bæði verið notaður einn og sér sem og undir skel.
Þvottaleiðbeiningar
Þú getur fundið leiðbeiningar um það hvernig best er að þvo þína Cintamani flík innan á flíkinni sjálfri.
Flestar Cintamani dúnflíkur má þvo í þvottavél. Ekki þvo flíkina á hærri hita en ráðlagt er á þvottaleiðbeiningum flíkurinnar sjálfrar, vanalega er mælt með að ekki sé þvegið útivistarflíkur á hærri hita en við 30°C.
Þegar dúnflíkur eru þvegnar er nauðsynlegt að þær séu settar í þurrkara á eftir. Mælt er með því að þær séu þurrkaðar á lágum hita og að settir séu tennisboltar eða upprúlluð sokkapör með flíkinni í þurrkarann til að berja dúninn og koma í veg fyrir að hann festist saman. Ekki taka flíkina úr þurrkaranum fyrr en hún er fullkomlega þurr.
Líkt og með aðrar útivistarflíkur ætti að þvo dúnflíkur eins sjaldan og hægt er til þess að auka líftíma þeirra.
Oft er nóg að strjúka af flíkinni með blautum klút, skola með vatni eða láta lofta um hana.
Mýkingarefni getur eyðilagt útivistaflíkur og ekki ætti að nota þau. Það er mælt með því að notuð sé minna en matskeið af þvottaefni, sem er án aukaefna eða sérstakt þvottaefni fyrir dúnflíkur. Það er sérstaklega varað við þvottaefnum með mýkingarefnum.
Ekki ætti að strauja dúnflíkur.
Til að fara sem best með flíkina í þvotti, er best að velja kerfi í þvottavélinni sem er ætlað viðkvæmum þvotti, eins og ullar eða silkikerfi og forðast að vinda.
Það er mjög mikilvægt að sá loðfeldur sem er á flíkinni sé fjarlægður áður en hún er þvegin. Ef feldur fer í þvottavél mun hann eyðileggjast.
Lokaðu öllum rennilásum og frönskum rennilásum, nema þeim sem eru fyrir vösum, áður en flíkin er þvegin.
Áður en þú setur flíkina í þurrkara mælum við með því að hún sé látin hanga á þurrum stað í 2-3 klukkutíma.
NÁNAR UM FLÍKINA
- 800 fill power dúnfylling, 90% gæsadúnn / 10% fjaðrir. RDS Vottun. (Responsible Down Standard) -
- Tveir renndir vasar
- 100% endurunnin polyester líning.
- 100% endurunnið polyester efni - bluesign® vottað