Heiðmörk buxur
34.995 kr.
Léttar og liprar 2,5 laga buxur, fullkomnar í mikla hreyfingu eins og hlaup, golf, hjólreiðar og göngur. Góð öndun og heldur vindi úti og er ágætlega vatnsheldur.
Þvottaleiðbeiningar
Flestar Cintamani skeljar má þvo í þvottavél. Ekki þvo flíkina á hærri hita en ráðlagt er á þvottaleiðbeiningum flíkurinnar sjálfrar, vanalega er mælt með að ekki sé þvegið útivistaflíkur á hærri hita en við 30°C.
Skeljar eru úr tæknilegum efnum og þess vegna ætti að þvo þær í vél eins sjaldan og hægt er til þess að auka líftíma þeirra. Inn í efninu er vindheld filma og oft er ytra byrði efnisins meðhöndlað með efnum sem gera flíkina vatnsfráhrindandi. Við mikinn þvott skemmist vindhelda filman og flíkin missir smám saman vatnsfráhrindandi eiginleika sína.
Oft er nóg að strjúka af flíkinni með blautum klút, skola með vatni (t.d. í sturtunni) eða láta lofta um hana.
Mýkingarefni getur eyðilagt útivistaflíkur og ekki ætti að nota þau. Það er mælt með því að notuð sé minna en matskeið af þvottaefni, sem er án aukaefna eða sérstakt þvottaefni fyrir skeljar. Það er sérstaklega varað við þvottaefnum með mýkingarefnum.
Til að fara sem best með flíkina í þvotti, er best að velja kerfi í þvottavélinni sem er ætlað viðkvæmum þvotti, eins og ullar eða silkikerfi og forðast að vinda.
Lokaðu öllum rennilásum og frönskum rennilásum, nema þeim sem eru fyrir vösum, áður en flíkin er þvegin
NÁNAR UM FLÍKINA
- • Léttar, þunnar og liprar 2,5 laga GELANOTS skel buxur fyrir öll kyn.
- • Úr 100% Nylon 40d x 40d stretch taffeta pu laminate print.
- • 4 way teygjan í efninu gerir buxurnar einstaklega þægilegar í notkun.
- • Vatnsheldni: 13,000 mm / Öndun: 20.000 g/m/m2/24klst.
- • Rennd buxnaklauf að framan og smella á streng. (YKK®)
- • Límdir saumar.
- • Teygja í mitti á hliðum.
- • Vatnsheldur YKK® rennilás á vasa utan á hægra læri.
- • Þyngd: 200gr (stærð Small).
- • Cintamani logo á hægra læri er endurskin auk endurskins á báðum hliðum falds.
- • Snið niðurmjótt með YKK® rennilásum á báðum skálmum til að komast í og úr buxum án þess að fara úr skóm.