NAFNIÐ OKKAR

— Óskasteinninn góði

Orðið Cintamani kemur upprunalega úr sanskrít og merkir „gimsteinn hinna góðu óska“. Það er töfrasteinn sem býr yfir orku sem getur látið óskir rætast. Aðeins þeir sem eru hughreinir og umgangast náttúruna af virðingu geta fundið steininn.

SÍÐAN 1989

— Hannað og prófað við íslenskar aðstæður

Árið 1989 var grunnur lagður að því vörumerki sem við þekkjum í dag. Fyrsta framleiðsla Cintamani fór fram í lítilli verksmiðju á Akureyri. Fötin voru upphaflega aðeins seld í Skátabúðinni og vakti fatnaðurinn þá þegar athygli íslenskra útivistargarpa. Markmiðið var að hanna íslenskan útivistarfatnað i hæsta gæðaflokki sem stæðist þær erfiðu veðuraðstæður sem einkenna Ísland — land þar sem réttur klæðaburður skiptir öllu.

LOFORÐ OKKAR

— Tæknileg fullkomnun, gæði og falleg hönnun

Allt frá upphafi hefur markmið okkar verið að hanna fatnað sem uppfyllir þarfir þeirra kröfuhörðu og mikil áhersla er lögð á stöðugt gæðaeftirlit. Efnin eru valin af kostgæfni og rík áhersla er lögð á að uppfylla allar reglur, staðla og fyrirmæli um umhverfiskröfur og framleiðsluferli.

ÞEKKTU MERKIÐ

— Stöðug þróun við síbreytilegar aðstæður.

Í yfir 30 ár hefur Cintamani mótað íslenskan fatastíl með því að sameina undir einu merki hátækniefni og nútímaleg snið í fatnaði fyrir konur, karla og börn. Frá upphafi hafa vörulínur Cintamani verið í stöðugri þróun. Þær eru hannaðar til að standa undir síbreytilegri veðráttu Íslands.