is
image description

Ábyrgðarskilmálar

Cintamani vörur gangast undir strangt gæðaeftirlit og prófanir. Tveggja ára ábyrgð er á öllum vörum Cintamani en ábyrgðin nær yfir efnisgalla og frágang á vörum en ekki yfir slæma meðferð, eðlilegt slit, tjón, ranga meðferð í þvotti og annað slíkt. Aðeins er tekin ábyrgð á vörum sem hægt er að sýna fram á að séu keyptar á seinustu tveimur árum, þá annað hvort með kassastrimli eða með útprentun af kortayfirliti eða yfirliti af heimabanka sem viðskiptavinur útvegar.

Ef galli kemur upp í vöru frá okkur býðst viðskiptavinum að koma með vöruna í verslun okkar að Austurhrauni 3, 210 Garðabæ, eða senda flíkina til okkar á sama heimilisfang. Þar þarf verslunarstjóri að leggja mat á það hvort um galla sé að ræða eða ekki, þetta mat getur tekið allt að þrjá virka daga.

Ef varan reynist gölluð er hún send í viðgerð á okkar kostnað, ef það hins vegar reynist ómögulegt eða svarar ekki kostnaði útvegum við nýja flík að sama verðmæti í samráði við viðskiptavin. Ath. að viðgerð á flík getur tekið allt að 7-10 daga. Varðandi skil á vörum í Outleti þá gilda þar sömu reglur um skil og í hinum verslunum okkar gegn því að sýna kassastrimil. Ef það er hins vegar tekið fram við kaup á vörunni að um sýnishorn eða útlitsgallaða vöru sé að ræða er ekki hægt að skila henni og ábyrgðin okkar nær ekki yfir þær vörur sem þetta á við um.

Öll verð, myndir og vörulýsingar á heimasíðu Cintamani eru birtar með fyrirvara um villur.

Gjafakort Cintamani

Hlýjaðu þínum nánustu með gjafakorti frá Cintamani.

Kaupa gjafakort

HANNAÐ & ÞOLREYNT Á ÍSLANDI

Allar vörur okkar eru þrautreyndar af íslensku útivistarfólki og hannaðar til þess að uppfylla ýtrustu kröfur fyrir íslenskt veðurfar.

Um okkur

Vinsælustu vörurnar

Skoðaðu úrvalið